Þjóðleikur, leiklistarhátíð ungs fólks í samstarfi við Þjóðleikhúsið, fer fram í Sláturhúsinu, Egilsstöðum laugardaginn 6. maí. Sýningar hefjast klukkan 12:00 og fara þær fram á þrem sviðum í Sláturhúsinu. Það eru leikhópar frá fjórum grunnskólum á Austurlandi sem sýna leikrit eftir Auði Jónsdóttur og Ævar Þór Benediktsson. Allir eru velkomnir á leiksýningarnar en aðgangseyrir er 2.500 krónur fyrir armband sem gildir sem aðgangsmiði á allar sýningarnar.
Þjóðleikur er leiklistarhátíð ungs fólks sem er haldin annað hvert ár. Verkefnið er samstarfsverkefni Þjóðleikhússins, menningarráða og fleiri aðila á landsbyggðinni. Hvaða hópur ungmenna sem er getur tekið þátt í þeim landshlutum þar sem verkefnið er í boði. Á Austurlandi hafa það aðallega verið grunnskólarnir á svæðinu sem sett hafa upp leikrit í nafni Þjóðleiks. Hver hópur frumsýnir í sinni heimabyggð á þeim tíma sem honum hentar eftir áramótin. En lokahátíðin fer fram á Egilsstöðum, en Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs hefur frá upphafi haft umsjón með verkefninu á Austurlandi. Að þessu sinni sýna leikhópar frá Egilsstöðum, Eskifirði, Neskaupsstað og Reyðarfirði leikverkin Feita mamma eftir Auði Jónsdóttur og Morð eftir Ævar Þór Benediktsson.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.