Danskennsla í Tjarnarskógi

Frá danskennslunni í Tjarnarskógi
Frá danskennslunni í Tjarnarskógi

Þessa síðustu viku aprílmánaðar hefur Alona Perepelytsia danskennari verið að kenna börnum í leikskólanum Tjarnarskógi fæddum 2011 og 2012 dans. Kennslan gekk vel og krakkarnir stóðu sig vel við að læra ný spor og hreyfingar. 

Kennslunni lauk svo með sýningum fyrir foreldra.