Ferðastyrkur til Runavíkur vegna íþróttamála

Auglýstur er til umsóknar styrkur sem ætlaður er til að aðstoða íþróttafélög á Fljótsdalshéraði til að ferðast til Runavíkur í Færeyjum. Styrkurinn skal notaður til samstarfs á milli íþróttafélaga í báðum sveitarfélögum og skal samstarfið miðast við börn og ungmenni.

Upphæð ferðastyrks getur numið allt að kr. 100.000. Jafnframt tryggir sveitarfélagið Runavík styrkhafa gistingu í skóla eða við svipaðar aðstæður, meðan á dvöl stendur í Færeyjum.

Umsækjendur geta verið íþróttafélög á Fljótsdalshéraði.

Í umsókn skulu koma fram upplýsingar um umsækjanda, tímasetning og lýsing á tilgangi ferðar til Runavíkur auk þess sem gerð verði grein fyrir kostnaði og fjármögnun ferðarinnar.

Umsóknarfrestur er til 2. maí 2016 og skal umsókn skilað á skrifstofu sveitarfélagsins að Lyngási 12, Egilsstöðum, eða á netfangið odinn@egilsstadir.is.

Fljótsdalshérað og Runavík hafa átt vinabæjarsamstarf síðan árið 1991 sem ekki hvað síst gengur út á að senda og taka á móti einstaklingum og félögum á sviði íþrótta og menningarmála. 

Íþróttastarf í Runavík er öflugt, en þar er helst lögð áhersla á fimleika, fótbolta, handbolta, bogfimi, íþróttir fatlaðs fólks og róður. Fleiri greinar eru stundaðar í nágranna sveitarfélögum. Aðstæður eru þar einnig ágætar til íþróttaiðkunar.

Sviðsstjóri íþróttamála í Runavík er Sölvi R. Hansen Solvi@runavik.fo. Hægt er að hafa samband við hann til að fá nánari upplýsingar og ráðleggingar s.s. um samstarfsaðila. Einnig getur atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi Fljótsdalshéraðs veitt upplýsingar um málið.

Heimasíða Runavíkur er http://runavik.fo/ og hér má fara beint á vefsíðu þar sem fjallað er um íþróttamál http://runavik.fo/itrottur/