Gufubað risið við sundlaugina

Í gær hófst vinna við uppsetningu gufubaðs við sundlaugina á Egilsstöðum. Það var vaskur hópur sjálfboðaliða sem mætti við íþróttamiðstöðina í gærmorgun og sló upp aðstöðunni þannig að gert er ráð fyrir að hún verði tekin í notkun um helgina.

Á myndinni má sjá þá Árna Ólason, sem stjórnar verkinu, en með honum eru Einar Halldórsson, Hjálmar Jóelsson, Pétur Elísson og Loubisa Radovanovic. Á myndina vantar Valgerði Hreinsdóttur.