- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Tríóið Þrír klassískir Austfirðingar, þau Svanur Vilbergsson gítarleikari, Erla Dóra Vogler mezzósópran og Hildur Þórðardóttir flautuleikari, halda tónleika í Sláturhúsinu á Egilsstöðum, sunnudaginn 17. apríl klukkan 16.
Þremenningarnir halda ferna tónleika á Austurlandi í ár. Þau hefja leikinn á Neskaupstað og enda á Egilsstöðum. Meðal efnis er frumflutningur á verkum eftir þrjú austfirsk tónskáld, þau Báru Sigurjónsdóttur við ljóð Ingunnar Snædal, Charles Ross og Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur.
Tónleikarnir og gerð tónverkanna er styrkt af Uppbyggingarsjóði Austurlands. Frítt er fyrir börn 12 ára og yngri og nemendur í tónlistarskólum á Austurlandi en aðrir þurfa að greiða 1500 krónur.
Fésbókarsíða tónleikanna: https://www.facebook.com/events/1686109804989091/
Tónleikarnir verða á eftirtöldum stöðum:
14. apríl, kl. 20:00 - Neskaupstaður, safnaðarheimilið
15. apríl, kl. 20:00 - Stöðvarfjörður, Sköpunarmiðstöðin
16. apríl, kl. 17:00 - Djúpivogur, Djúpavogskirkja
17. apríl, kl. 16:00 - Egilsstaðir, Sláturhúsið