Ráðstefna um atvinnumál 12. maí

Ráðstefna um atvinnumál verður haldin á vegum Fljótsdalshéraðs fimmtudaginn 12. maí, í Valaskjálf og hefst hún kl. 10.00. Á ráðstefnunni verður athyglinni beint að tækifærum svæðisins og horft fram á við með almennum og sértækum hætti. Fyrirlesarar verða frá atvinnulífinu, stoðstofnunum og samtökum þess auk þess sem tveir ráðherrar munu taka þátt í ráðstefnunni. Að loknum framsögum er gert ráð fyrir umræðum.

Dagskrá ráðstefnunnar er eftirfarandi:
- Setning - Sigrún Blöndal, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs
- Guðmundur Sveinsson Kröyer, formaður atvinnu- og menningarnefndar
- Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra
- Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins
- Ívar Ingimarsson, ferðaþjónustuaðili
- Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði
- Eymundur Magnússon og Eygló Björk Ólafsdóttir, frumkvöðlar og eigendur Móður Jarðar ehf á Vallanesi
- Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
- Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar
- Garðar Eyjólfsson, vöruhönnuður og fagstjóri við Listaháskóla Íslands
- Arnar Guðmundsson, verkefnisstjóri hjá fjárfestingarsviði Íslandsstofu