Barnamenningarhátíð í Sláturhúsinu

Litla barnamenningarhátíðin verður haldin í Sláturhúsinu á laugardaginn.  Hátíðin byrjar klukkan 13 með listamannaspjalli með tveimur eistneskum listamönnum, en bókaútgáfan Bókstafur hefur gefið út barnabók eftir eistnesku skáldkonan Kätlin Kaldmaa með myndskreytingum eftir Marge Nelk. Listamannaspjallið með þeim tveim er sagt fyrir myndlistafólk og aðra áhugasama um myndskreytingar en jafnframt fyrir skáld og aðra áhugasama um skáldskap.

Frá klukkan 14 til 16 er sögusmiðja fyrir börn og unglinga og klukkan 16 verður sýnd heimildarmyndin, SHÄR dance journey, sem fjallar um alþjóðlegan hóp listamanna sem ferðaðist um Ísland til að deila dansi með landsbyggðinni og heimsótti m.a. Egilsstaði.

Það eru Bókastafur og Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs sem standa fyrir hátíðinni. Nánar um hátíðina má sjá á Facebook.