Kátir krakkar – námskeið fyrir 7-9 ára

Námskeiðið Kátir krakkar verður haldið á Egilsstöðum og hefst 11. september. Myndin er fengin af vef…
Námskeiðið Kátir krakkar verður haldið á Egilsstöðum og hefst 11. september. Myndin er fengin af vef Pexels.com

Í september og október verður Hugarfrelsi með námskeiðið Káta krakka fyrir 7 til 9 ára krakka á Fljótsdalshéraði.

Á námskeiðinu læra krakkarnir aðferðir Hugarfrelsis, en þær miða allar að því að efla einbeitingu, sjálfsmynd, styrkleika og jákvæða hugsun með því að nota sjálfsstyrkingu, öndun, jóga, slökun og hugleiðslu. Námskeiðið er ætlað börnum í 2.-4. bekk grunnskóla en foreldrar fá einnig fræðslu í aðferðum Hugarfrelsis til að geta stutt við krakkana á meðan á námskeiðinu stendur og eftir að því lýkur.

Meðal þess sem þátttakendur læra á námskeiðinu er að læra á hugsanir sínar og tilfinningar, sjá styrkleika sína og efla þá, styrkja sjálfsmyndina, draga úr kvíða og fleira.

Námskeiðið á Fljótsdalshéraði hefst þann 11. september 2018 og er hægt að nýta tómstundaframlag sveitarfélagsins. Verð fyrir námskeiðið er 35.500 krónur og innifalin í námskeiðisgjaldi er bókin Hugarfrelsi – Aðferðir til að efla börn og unglinga.

Á heimasíðu Hugarfrelsis er hægt að finna allar upplýsingar og skráning fer fram á vef Hugarfrelsins.