Plastlaus september er árlegt árvekniátak sem miðar að því að vekja landsmenn til umhugsunar um plastnotkun, þann plastúrgang sem fellur til á heimilum og vinnustöðum og þá ofgnótt plasts sem er í umhverfinu.
Fólk er hvatt til að taka þátt í Plastlausum september með því að taka stór eða smá skref í áttina að því að draga úr notkun á einnota plasti til framtíðar.
Plast endist í þúsundir ára og er því slakur kostur t.d. fyrir stök not. Þá brotnar plast niður á mjög löngum tíma og þá í örplast sem er slæmt fyrir umhverfið. Plast er eingöngu hægt að endurvinna í annað plast af lélegri gæðum. Allt plast sem við notum og fer ekki til endurvinnslu, safnast fyrir á urðunarstöðum eða í nátturunni og veldur þar skaða um ókomna tíð. Plast endar allt of oft í náttúrunni, og þá sérstaklega í ám, vötnum og sjó. Plast dregur til sín ýmis mengunarefni og þegar það endar í vef lífvera geta efnin þar með endað í fæðu okkar. Mjúkplast inniheldur stundum hormónaraskandi efni (t.d. þalöt) sem eru skaðleg mannfólki.
Það sem við getum gert til að minnka plastnotkun er m.a.
- Skila öllu plasti í endurvinnslu.
- Nota margnota poka, pappakassa, bakpoka eða annað slíkt þegar verslað er.
- Velja snyrtivörur sem lausar eru við plastefni.
- Velja sápur og þvottaefni í pappaumbúðum.
- Afþakka rör.
- Pakka nesti og afgöngum í margnota box og krukkur.
Upplýsingarnar hér fyrir ofan eru teknar af heimasíðunni Plastlaus september. Þar er hægt að lesa allt um verkefnið og hvað er hægt að gera til að minnka sína plastnotkun.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.