Fréttir

Metþátttaka í vel heppnuðum Ormi

Hjólreiðakeppnin Tour de Ormurinn var haldinn í sjöunda sinn laugardaginn 11. ágúst. Aldrei hafa fleiri tekið þátt í keppninni en alls tóku þátt 62 hjólarar.
Lesa

Ókeypis heilsufarsmælingar á Austurlandi

Vikuna 12. – 17. ágúst verður íbúum á Austurlandi boðið upp á heilsufarsmælingar á vegum SÍBS Líf og heilsu. Á Fljótsdalshéraði verða heilsufarsmælingar á Heilsugæslustöðinni á Egilsstöðum frá klukkan 9:00 til 15:00 fimmtudaginn 16. ágúst. Ekki þarf að panta tíma, eingöngu mæta í Heilsugæslustöðina og taka númer.
Lesa

Sundlaugin á Egilsstöðum fær viðurkenningu

Íþróttamiðstöðin á Egilsstöðum hlaut viðurkenningu frá Sjálfsbjörgu fyrir „gott aðgengi fyrir hreyfihamlaða í tengslum við Ársverkefni 2017, Sundlaugar okkar allra“
Lesa

Stjórnendaskipti í Fellaskóla

Nú um mánaðamótin júlí/ágúst urðu stjórnendaskipti í Fellaskóla. Sverrir Gestsson lætur af störfum sem skólastjóri og Þórhalla Sigmundsdóttir tekur við. Þá er Jón Gunnar Axelsson sem var aðstoðarskólastjóri fluttur til Reykjavíkur og við starfi hans tekur Hjördís Marta Óskarsdóttir
Lesa

Sjöundi Ormurinn

Hjólreiðakeppnin Tour de Ormurinn fer fram laugardaginn 11. ágúst. Þetta er í sjöunda sinn sem keppnin er haldin. Tour de Ormurinn er skemmtilegur viðburður sem haldinn er í dásamlega fallegu umhverfi og er metnaður lagður í að umgjörð keppninnar sýni austfirska menningu, sögu og náttúru.
Lesa

Vel heppnað Urriðavatnssund

Laugardaginn 28. júlí 2018 fór fram hið árlega Urriðavatnssund, en sundið er hluti af Landvættaröðinni og hefur verið haldið síðan 2013. Metþátttaka var í sundinu í ár, 171 skráður en 159 luku keppni. Fljótastur karla var Hákon Jónsson á 40:21 en Hafdís Sigurðardóttir fyrst kvenna á 42:51.
Lesa