Metþátttaka í vel heppnuðum Ormi

Lagt af stað í keppnina. Mynd: Gunnar Gunnarsson
Lagt af stað í keppnina. Mynd: Gunnar Gunnarsson

Hjólreiðakeppnin Tour de Ormurinn var haldinn í sjöunda sinn laugardaginn 11. ágúst. Aldrei hafa fleiri tekið þátt í keppninni en alls tóku þátt 62 hjólarar.  Tour de Ormurinn er haldinn af UÍA og hefur vaxið ár frá ári, enda sérlega falleg leið sem er hjóluð.

Í Tour de Orminum er hægt að keppa bæði í liðum og sem einstaklingur, en hægt er að velja um 68 eða 103 km hring. Brautarmet voru sett bæði í liðakeppni og unglingaflokki, en í unglingaflokki kom fyrstur í mark Rafael Rökkvi Freysson sem bætti fyrra brautarmet um 15 og hálfa mínútu.

Tour de Ormurinn er hluti af svokölluðum Álkarli, austfirskri þríþraut sem samanstendur, auk Ormsins, af Barðsneshlaupi og Urriðavatnssundi.

Hægt er að skoða öll úrslit á tímataka.net  og inni á heimasíðu UÍA  er hægt að lesa allt um sigurvegara, met og fleira.