Sundlaugin á Egilsstöðum fær viðurkenningu

Guðni Sigmundsson, Björn Ingimarsson og Hafsteinn Ólason með viðurkenningarskjalið góða.
Guðni Sigmundsson, Björn Ingimarsson og Hafsteinn Ólason með viðurkenningarskjalið góða.

Föstudaginn 3. ágúst tóku Björn Ingimarsson bæjarstjóri og Hafsteinn Ólason starfsmaður sundlaugarinnar á Egilsstöðum við sérstakri viðurkenningu frá Sjálfsbjörgu, landssambandi hreyfihamlaðra, sem Íþróttamiðstöðin á Egilsstöðum hlaut fyrir „gott aðgengi fyrir hreyfihamlaða í tengslum við Ársverkefni 2017, Sundlaugar okkar allra“.

Það var Guðni Sigmundsson, formaður Sjálfsbjargar á Mið-Austurlandi, sem afhenti viðurkenninguna fyrir hönd Sjálfsbjargar.