Vel heppnað Urriðavatnssund

171 var skráður í Urriðavatnssundið og 159 luku keppni.
171 var skráður í Urriðavatnssundið og 159 luku keppni.

Laugardaginn 28. júlí 2018 fór fram hið árlega Urriðavatnssund, en sundið er hluti af Landvættaröðinni og hefur verið haldið síðan 2013.  

Var metþátttaka í sundinu í ár, en samtals voru 171 þátttakandi í sundinu, 102 konur og 69 karlar. Af skráðum keppendum luku 159 sundi. Það var Hákon Jónsson sem lauk sundi fyrstur á tímanum 40:21 og Hafdís Sigurðardóttir lauk sundi fyrst kvenna á tímanum 42:51.

Heimamaðurinn Eiríkur Stefán Einarsson synti venju samkvæmt á sundskýlu einni fata, en ekki í sundgalla eins og gjarnan tíðkast, og lauk sundinu á tímanum 1:07:43. Eiríkur Stefán er sá fyrsti sem vitað er um að hafi þreytt sund yfir Urriðavatn, en hann gerði það fyrst sumarið 2010.

 Fjöldi sjálfboðaliða tók þátt í ađ sjá um að allt gengi vel fyrir sig á meðan á sundinu stóð, bæði úti í vatninu og uppi á bökkum þess. Við heitu pottana voru konur úr Kvenfélaginu Bláklukku með heilsusamlegar veitingar fyrir sundgarpana þegar sundi lauk.

 Urriðavatnssundið er hluti af Landvættaröðinni, eins og áður sagði, en í henni eru einnig Bláa lónsþrautin, Fossavatnsgangan og Jökulsárhlaupið. Til að fá titilinn Landvættur verður að ljúka öllum þrautunum fjórum á 12 mánaða tímabili. Hægt er að sjá nánari upplýsingar um Landvættinn á vefsíðunni http://landvaettur.is.