Á fundi bæjarráðs þann 31.janúar voru tekin fyrir þrjú erindi sem borin voru upp á bæjarstjórnarbekknum sem boðið var upp á Jólamarkaði Barra í desember.
Erindi/fyrirspurnir:
Ljósleiðaramál
svar: Vegna fyrirspurnar um ljósleiðaramál, mun sveitarfélagið leitast við að koma að lagningu ljósleiðara í þeim tilfellum sem Rarik, eða aðrir aðilar hyggjast plægja niður rafstrengi.
Staða mála vegna fimleikahúss
svar: Lokahugmynda frá Hetti er að vænta á næstu vikum og er stefnt á gerð formlegs samnings varðandi uppbyggingu íþróttamiðstöðvarinnar í framhaldi af því.
Ábendingar um rekstur Barra og aðkomu Fljótsdalshéraðs að stjórn
svar: Málefni Barra rædd og ábendingum komið til fulltrúa sveitarfélagsins í stjórn fyrirtækisins og honum falið að fylgja þeim eftir.
Samþykkt að bæjarstjóri gefi bæjarráði framvegis skýrslu frá stjórnarfundum Barra.
30 viðmælendur komu með 52 erindi á Barrann. Svör hafa borist við þeim erindum sem bárust Umhverfis- og framkvæmdarnefnd. Sjá hér. Svörum annarra fagnefnda verður komið á framfæri síðar, eða þegar að þau hafa hlotið afgreiðslu.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.