Svör bæjaráðs við 3 fyrirspurnum á Barranum

Á fundi bæjarráðs þann 31.janúar voru tekin fyrir þrjú erindi sem borin voru upp á bæjarstjórnarbekknum sem boðið var upp á Jólamarkaði Barra í desember.

Erindi/fyrirspurnir:

Ljósleiðaramál
svar: Vegna fyrirspurnar um ljósleiðaramál, mun sveitarfélagið leitast við að koma að lagningu ljósleiðara í þeim tilfellum sem Rarik, eða aðrir aðilar hyggjast plægja niður rafstrengi. 

Staða mála vegna fimleikahúss
svar: 
Lokahugmynda frá Hetti er að vænta á næstu vikum og er stefnt á gerð formlegs samnings varðandi uppbyggingu íþróttamiðstöðvarinnar í framhaldi af því.

Ábendingar um rekstur Barra og aðkomu Fljótsdalshéraðs að stjórn
svar:
 Málefni Barra rædd og ábendingum komið til fulltrúa sveitarfélagsins í stjórn fyrirtækisins og honum falið að fylgja þeim eftir. 
Samþykkt að bæjarstjóri gefi bæjarráði framvegis skýrslu frá stjórnarfundum Barra.

 

30 viðmælendur komu með 52 erindi á Barrann. Svör hafa borist við þeim erindum sem bárust Umhverfis- og framkvæmdarnefnd. Sjá hér. Svörum annarra fagnefnda verður komið á framfæri síðar, eða þegar að þau hafa hlotið afgreiðslu.