Fréttir

Hugleiðingar á Þorra

Ágætu íbúar. Nú þegar að nýtt ár er hafið fer vel á því að líta yfir farinn veg og aðgæta hvort þar sé að finna einhverjar vörður til framtíðar og ef svo er þá hverjar. Eins eru þetta hentug tímamót til að horfa til þess sem framundan er.
Lesa

Nýr starfsmaður á umhverfis- og framkvæmdasviði

Í byrjun desember sl. tók Kjartan Róbertsson til starfa hjá Fljótsdalshéraði sem yfirmaður eignasjóðs. Hann tekur við því starfi af Hreini Halldórssyni, sem sinnir nú sem fyrr umsjón með íþróttasvæðum sveitarfélagsins og einnig leigufélaginu Ársölum.
Lesa

Úthlutun styrkja til menningarverkefna

Á fundi atvinnu- og menningarnefndar Fljótsdalshéraðs 23. janúar var samþykkt að styrkja 22 menningarverkefni, en umsóknarfrestur var til og með 16. desember 2016. Alls bárust 29 umsóknir með beiðni um styrki að upphæð yfir 10 milljónum.
Lesa

Verklagsreglur Fljótsdalshéraðs vegna umsókna um gistirekstur innan sveitarfélagsins

Á fundi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs 1. febrúar 2017, voru samþykktar verklagsreglur Fljótsdalshéraðs vegna umsókna um gistirekstur innan sveitarfélagsins. Þær eru m.a. byggðar á lögum sem sett voru á síðasta ári, en ekki síst miðaðar við fyrirmæli reglugerðar nr. 1277/2016
Lesa

Samið um fræðsluáætlun fyrir ófaglærða í skólum

Fljótsdalshérað hefur samið við Austurbrú um að gera fræðsluáætlun fyrir ófaglærða starfmenn í grunn- og leikskólum sveitarfélagsins. Samningurinn var undirritaður föstudaginn 27. janúar. Gert er ráð fyrir að áætlunin liggi fyrir á vormánuðum.. Það eru fræðslusjóðirnir Sveitamennt og Mannauðssjóður Samflotsins sem fjármagna verkefnið.
Lesa