Verklagsreglur Fljótsdalshéraðs vegna umsókna um gistirekstur innan sveitarfélagsins

Á fundi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs 1. febrúar 2017, voru samþykktar verklagsreglur Fljótsdalshéraðs vegna umsókna um gistirekstur innan sveitarfélagsins. Þær eru m.a. byggðar á lögum sem sett voru á síðasta ári, en ekki síst miðaðar við fyrirmæli reglugerðar nr. 1277/2016. Jafnframt voru útbúnar leiðbeiningar fyrir þá aðila sem hyggja á sölu gistinga á Fljótsdalshéraði, en að ýmsu er að hyggja áður en farið er af stað í slíkan rekstur. 

Verklagsreglurnar eru að finna á heimasíðu sveitarfélagsins undir: Stjórnsýsla – reglur, samþykkktir og stefnur – reglur - reglur vegna atvinnu- og ferðaþjónustumála.

Slóðirnar inn á skjölin eru þessar:

pdf merki Verklagsreglur Fljótsdalshéraðs vegna umsókna um gistirekstur innan sveitarfélagsins



Þeir aðilar sem stunda gistirekstur, eða hyggjast fara í slíka rekstur eru sérstaklega hvattir til að kynna sér þessar verklagsreglur og einnig framangreind lög og reglugerð.