Úthlutun styrkja til menningarverkefna

Á fundi atvinnu- og menningarnefndar Fljótsdalshéraðs 23. janúar var samþykkt að styrkja 22 menningarverkefni, en umsóknarfrestur var til og með 16. desember 2016. Alls bárust 29 umsóknir með beiðni um styrki að upphæð yfir 10 milljónum. Til úthlutunar voru kr. 3.670.000. Samkvæmt reglum um úthlutun menningarstyrkja Fljótsdalshéraðs getur sveitarfélagið veitt styrki til einstaklinga, hópa, félagssamtaka, fyrirtækja og stofnana, til almennrar liststarfsemi eða verkefna. Eftirfarandi verkefnum var veittur styrkur að þessu sinni:

 

- Félagsmiðstöðin Nýung, Dagur sköpunar kr. 200.000 
- Tónlistarstundir, Tónlistarstundir 2017 í Egilsstaðakirkju og Vallaneskirkjur kr. 270.000 
- Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs, Sýning á textílverkum efir Guðnýju Marinósdóttur kr. 200.000 
- Kvennakórinn Héraðsdætur, Ljóða- og lagakeppni og tónleikar kr. 150.000 
- Myndlistarfélag Fljótsdalshéraðs, Námskeið og sýning félagsins kr. 100.000 
- Kór Egilsstaðakirkju, Tónleikar og kórferðalag kr. 50.000 
- Erla Dóra Vogler, Tónlistarskemmtun í Sláturhúsinu og Dyngju kr. 100.000 
- Ferðafélag Fljótsdalshéraðs, Heiðarbýlin heimildaöflun og kvikmyndataka kr. 160.000 
- Kvenfélag Hróarstungu, Pálsvaka, í tilefni 190 ára afmælis Páls Ólafssonar kr. 100.000 
- Suncana Slamnig, Sembalhátíð í Vallanesi kr. 100.000
- Kammerkór Egilsstaðakirkju, Tónleikar Messías eftir Handel kr. 200.000
- Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs, Þjóðleikur á Austurlandi 2017 kr. 350.000
- Þórunn Gréta Sigurðardóttir, Tónleikar og sýning í tilefni af100 ára ártíð Jóns Þórarinssonar tónskálds kr. 200.000 
- Alona Pereeplytsia, Dansskóli og sýning kr. 250.000 
- Sigurðardóttir ehf, Útvarp okkar allra námskeið og framleiðsla á útvarpsþáttum kr. 120.000 
- Berglind Halldórsdóttir, Námskeið og tónleikar Lúðrasveitar og skólahljómsveitar Fljótsdalshéraðs kr. 150.000 
- Bjarni Þór Haraldsson, Heiðurs- og yfirlitstónleikar Dio 75 ára með ungu fólki frá svæðinu kr. 150.000 
- Menningarfélagið Tær, Danssýningin Macho Man kr. 100.000 
- Leikfélagið Grímur, Trúðasýning fyrir börn kr. 150.000
- Listdans á Austurlandi, Dansnámskeið fyrir börn og fullorðna kr. 250.000 
- Ólöf Björk Bragadóttir, Eyjasamfélög menningararfleifð listasmiðjur og sýning kr. 200.000
- Þroskahjálp á Austurlandi, Listahátíð án landamæra 2017 kr. 120.000


Þá var ákveðið að styrkja Héraðsskjalasafn Austfirðinga sérstaklega um kr. 720.000, vegna sýningarinnar Egilsstaðir í 70 ár atvinnusaga og byggðaþróun, sem fyrirhugað er að sett verði upp í Sláturhúsinu í sumar, í samstarfi við Minjasafn Austurlands og Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs.