Kolbrún Drífa sigraði í jólakortasamkeppni

Sigrún Jóna Óskarsdóttir og Hjálmar Jóelsson, fulltrúar Hollvinasamtakanna, afhentu Kolbrúnu verðlau…
Sigrún Jóna Óskarsdóttir og Hjálmar Jóelsson, fulltrúar Hollvinasamtakanna, afhentu Kolbrúnu verðlaunin

Hollvinasamtök heilbrigðisþjónustu á Fljótsdalshéraði efndu til samkeppni um forsíðumynd jólakorts samtakanna. 20 tillögur frá nemum listnámsdeildar Menntaskólans á Egilsstöðum bárust og varð mynd Kolbrúnar Drífu Eiríksdóttur hlutskörpust að mati dómnefndar.

Jólakortin sem eru seld til styrktar Dyngju og heilbrigðisþjónustu á Fljótsdalshéraði, má kaupa víða um bæinn svo sem í Lyfju, í Bókakaffinu Hlöðum og á Barramarkaðinum sem haldinn verður 12. desember.

Á myndinni frá verðlaunaafhendingunnni má sjá auk Kolbrúnar, Sigrúnu Jónu Óskarsdóttur og Hjálmar Jóelsson fulltrúa hollvinasamtakanna.