Bæjarskrifstofur Fljótsdalshéraðs verða lokaðar á aðfangadag og gamlársdag. Aðra virka daga um hátíðarnar verður skrifstofna opin á hefðbundnum opnunartíma. Rétt er þó að benda á að margir starfsmenn nota þennan tíma til að taka þá sumarleyfisdaga sem þeir eiga eftir og verður því starfsemin í lágmarki af þeim sökum.
Hið árlega jólaball sem haldið er á vegum Lionsklúbbsins Múla og Fljótsdalshéraðs verður í íþróttahúsinu í Fellabæ sunnudaginn 27. desember kl. 17 – 19.
Áramótabrennan sem haldin er í samstarfi Björgunarsveitarinnar og Fljótsdalshéraðs verður á
Egilsstaðanesi 31. desember. Kveikt verður í brennunni kl. 16.30 og flugeldasýningin hefst kl. 17.00.
Þrettándagleði og álfabrenna sem haldin er í samstarfi Hattar og Fljótsdalshéraðs
verður í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum 6. janúar. Skrúðganga og blysför verður frá
íþróttamiðstöðinni kl. 17.15, en kveikt verður í brennunni um kl. 17.30.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.