Opnunartími bæjarskrifstofu og viðburðir um hátíðarnar

Bæjarskrifstofur Fljótsdalshéraðs verða lokaðar á aðfangadag og gamlársdag. Aðra virka daga um hátíðarnar verður skrifstofna opin á hefðbundnum opnunartíma. Rétt er þó að benda á að margir starfsmenn nota þennan tíma til að taka þá sumarleyfisdaga sem þeir eiga eftir og verður því starfsemin í lágmarki af þeim sökum.

Hið árlega jólaball sem haldið er á vegum Lionsklúbbsins Múla og Fljótsdalshéraðs verður í íþróttahúsinu í Fellabæ sunnudaginn 27. desember kl. 17 – 19.

Áramótabrennan sem haldin er í samstarfi Björgunarsveitarinnar og Fljótsdalshéraðs verður á
Egilsstaðanesi 31. desember. Kveikt verður í brennunni kl. 16.30 og flugeldasýningin hefst kl. 17.00.

Þrettándagleði og álfabrenna sem haldin er í samstarfi Hattar og Fljótsdalshéraðs
verður í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum 6. janúar. Skrúðganga og blysför verður frá
íþróttamiðstöðinni kl. 17.15, en kveikt verður í brennunni um kl. 17.30.