Fjárhagsáætlun 2016 og 2017 – 2019

Fjárhagsáætlun ársins 2016 og þriggja ára áætlun 2019 – 2019 var til seinni umræðu í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs í gær, þriðjudaginn 1. desember með þeim breytingum frá fyrri umræðu sem bæjarráð hefur lagt til að verði samþykktar.

Helstu breytingar eru þær að launakostnaður hækkar um 30 millj. kr. þar sem almennt er verið að gera ráð fyrir 7,5% hækkun launakostnaðar. Eins er verðbólguspá lækkuð í 3,2% á árinu 2016 í stað 4,3% og er í samræmi við nýjustu þjóðhagsspá Hagstofu Íslands.

Þriggja ára áætlun er hluti af áætluninni og samkvæmt henni mun skuldaviðmið samstæðu A og B hluta árið 2019 fara niður fyrir 150% sem er í samræmi við þá aðlögunaráætlun sem samþykkt var árið 2012 og lögð fyrir eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga á sínum tíma Áætlað er að skuldahlutfall A hluta fari niður fyrir 150% þegar á árinu 2016.

Að öðru leiti vísað til skýringa sem fram koma í áætluninni.


Björn Ingimarsson,
bæjarstjóri