Verðlaunasamkeppni um nýtt nafn á Vegahúsið

Leitað að nýju nafni fyrir Vegahúsið
Leitað að nýju nafni fyrir Vegahúsið

Ungmennamiðstöðin í Sláturhúsinu efnir til nafnasamkeppni. Vegahúsið er ungmenna-, tómstunda- og upplýsingamiðstöð fyrir 16 ára og eldri og er til húsa í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. 10.000 krónur eru í verðlaun fyrir besta nafnið. 

Tillögur um nafn á miðstöðinni sendist á Facebooksíðu Vegahússins. Hægt er að senda inn tillögur til miðnættis 6. desember 2015.