Fimleikadeild Hattar á Fljótsdalshéraði fór helgina 20.-22. maí á Selfoss og tók þátt í Subway-Íslandsmót FSÍ. Fimleikadeildin mætti þangað með 6 keppnislið, alls 60 þátttakendur, en keppendur á mótinu voru 1100.
Auður Vala yfirþjálfari segir árangur félagsins framar björtustu vonum. Liðin komu heim með einn Íslandsmeistaratitil og tvo deildarmeistara. 2.flokkur mix hampaði Íslandsmeistara- og deildarmeistaratiltlum og 3.flokkur stúlkna varð í þriðja sæti og urðu deildameistarar. Yngri lið Hattar fóru öll á verðlaunapall, 4.flokkur B vann gull í B-riðli, 4.flokkur A vann silfur í C-riðli, drengjalið Hattar fékk brons og 5 flokkur stúlkna varð annað stigahæsta liðið í sínum aldurshópi. Auður segir þetta verða að teljast mjög góður árangur hjá svo litlu félagi, sem sitji ekki við sama borð og flestir keppinautarnir hvað æfingaaðstöðu varðar.
Áfram segir Auður Vala þó að mikilvægast hafa verið að keppendurnir voru vel stemmdir, ákveðnir í að gera sitt besta og framkvæmdu æfingarnar vel og með bros á vör. Þjálfarar deildarinnar séu líka algjörir snillingar, þar séu hæfileikaríkir krakkar sem rífa deildina áfram og góð samvinna ríki á milli þjálfara sem hún telji að skipti miklu máli í þeirra vinnu. Ekki megi gleyma aðkomu foreldra að starfinu, en margir vinna óeigingjarnt starf sem skili sér til þátttakenda.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.