Fréttir

Bæjarstjórn í beinni

238. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, miðvikudaginn 18. maí 2016 og hefst hann kl. 17.00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni.
Lesa

List án landamæra á Austurlandi 2016

List án landamæra á Austurlandi verður hleypt af stokkunum í Sláturhúsinu á Egilsstöðum laugardaginn 14. maí klukkan 14.
Lesa

Bæjastjórn bókar vegna samgönguáætlunar

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs tekur undir með bæjarráði og ítrekar fyrri bókanir um að Alþingi samþykki hið fyrsta samgönguáætlun til fjögurra ára. Bæjarstjórn lýsir hins vegar yfir þungum áhyggjum af því að í núverandi drögum að samgönguáætlun, vantar gífurlega fjármuni til þess að standa með eðlilegum hætti að viðhaldi og uppbyggingu núverandi samgöngukerfis landsins.
Lesa

Borgarfundi frestað um viku

Borgarafundi um ársreikning Fljótsdalshéraðs vegna 2015, sem vera átti í kvöld, þriðjudaginn 10. maí, er frestað til þriðjudagsins 17. maí. Íbúar sveitarfélagsins eru hvattir til að mæta á fundinn og kynna sér fjárhagsstöðu og rekstur Fljótsdalshéraðs og taka þátt í umræðum um málefni sveitarfélagsins.
Lesa

Ráðstefna um atvinnumál á Fljótsdalshéraði

Ráðstefna um atvinnumál verður haldin á vegum Fljótsdalshéraðs fimmtudaginn 12. maí, í Valaskjálf og hefst hún kl. 10.00. Á ráðstefnunni verður athyglinni beint að tækifærum svæðisins og horft fram á við með almennum og sértækum hætti. Fyrirlesarar verða frá atvinnulífinu, stoðstofnunum og samtökum þess auk þess sem tveir ráðherrar munu taka þátt í ráðstefnunni. Að loknum framsögum er gert ráð fyrir umræðum.
Lesa

Nýtt fréttabréf Fljótsdalshéraðs á vefnum

Í síðustu viku var fréttabréfi á vegum Fljótsdalshéraðs dreift í öll hús í sveitarfélaginu. Þar er farið yfir það helsta sem átt hefur sér stað í rekstri sveitarfélagsins á árinu 2015.
Lesa

Útsvar: Fljótsdalshérað í úrslit

Lið Fljótsdalshéraðs sigraði lið Fjarðabyggðar í Útsvari í kvöld 81-66, eftir æsispennandi keppni þar sem úrslit réðust ekki fyrr en á síðustu spurningunum.
Lesa

Nýr skólastjóri Egilsstaðaskóla ráðinn

Ruth Magnúsdóttir hefur verið ráðin sem nýr skólastjóri Egilsstaðaskóla.
Lesa

Nýr framkvæmdastjóri og undirbúningur Ormsteitis hafinn

Nýr framkvæmdastjóri Ormsteitis var ráðinn í apríl síðastliðnum. Þetta er Vala Gestsdóttir, tónskáld og verkefnisstjóri. Vala, ásamt stjórninni, hefur hafið undirbúning fyrir næsta Ormsteiti sem gert er ráð fyrir að standi frá 10. – 14. ágúst.
Lesa

Bæjarstjórn í beinni

237. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, miðvikudaginn 4. maí 2016 og hefst hann kl. 17.00.
Lesa