17.05.2016
kl. 10:12
238. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, miðvikudaginn 18. maí 2016 og hefst hann kl. 17.00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni.
Lesa
11.05.2016
kl. 11:56
List án landamæra á Austurlandi verður hleypt af stokkunum í Sláturhúsinu á Egilsstöðum laugardaginn 14. maí klukkan 14.
Lesa
10.05.2016
kl. 10:01
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs tekur undir með bæjarráði og ítrekar fyrri bókanir um að Alþingi samþykki hið fyrsta samgönguáætlun til fjögurra ára. Bæjarstjórn lýsir hins vegar yfir þungum áhyggjum af því að í núverandi drögum að samgönguáætlun, vantar gífurlega fjármuni til þess að standa með eðlilegum hætti að viðhaldi og uppbyggingu núverandi samgöngukerfis landsins.
Lesa
10.05.2016
kl. 09:30
Borgarafundi um ársreikning Fljótsdalshéraðs vegna 2015, sem vera átti í kvöld, þriðjudaginn 10. maí, er frestað til þriðjudagsins 17. maí. Íbúar sveitarfélagsins eru hvattir til að mæta á fundinn og kynna sér fjárhagsstöðu og rekstur Fljótsdalshéraðs og taka þátt í umræðum um málefni sveitarfélagsins.
Lesa
09.05.2016
kl. 11:54
Ráðstefna um atvinnumál verður haldin á vegum Fljótsdalshéraðs fimmtudaginn 12. maí, í Valaskjálf og hefst hún kl. 10.00. Á ráðstefnunni verður athyglinni beint að tækifærum svæðisins og horft fram á við með almennum og sértækum hætti. Fyrirlesarar verða frá atvinnulífinu, stoðstofnunum og samtökum þess auk þess sem tveir ráðherrar munu taka þátt í ráðstefnunni. Að loknum framsögum er gert ráð fyrir umræðum.
Lesa
09.05.2016
kl. 09:41
Í síðustu viku var fréttabréfi á vegum Fljótsdalshéraðs dreift í öll hús í sveitarfélaginu. Þar er farið yfir það helsta sem átt hefur sér stað í rekstri sveitarfélagsins á árinu 2015.
Lesa
06.05.2016
kl. 23:59
Lið Fljótsdalshéraðs sigraði lið Fjarðabyggðar í Útsvari í kvöld 81-66, eftir æsispennandi keppni þar sem úrslit réðust ekki fyrr en á síðustu spurningunum.
Lesa
06.05.2016
kl. 12:05
Ruth Magnúsdóttir hefur verið ráðin sem nýr skólastjóri Egilsstaðaskóla.
Lesa
06.05.2016
kl. 12:02
Nýr framkvæmdastjóri Ormsteitis var ráðinn í apríl síðastliðnum. Þetta er Vala Gestsdóttir, tónskáld og verkefnisstjóri. Vala, ásamt stjórninni, hefur hafið undirbúning fyrir næsta Ormsteiti sem gert er ráð fyrir að standi frá 10. – 14. ágúst.
Lesa
03.05.2016
kl. 12:08
237. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, miðvikudaginn 4. maí 2016 og hefst hann kl. 17.00.
Lesa