Nýr framkvæmdastjóri Ormsteitis var ráðinn í apríl síðastliðnum. Þetta er Vala Gestsdóttir, tónskáld og verkefnisstjóri.
Vala, ásamt stjórninni, hefur hafið undirbúning fyrir næsta Ormsteiti sem gert er ráð fyrir að standi frá 10. – 14. ágúst. Töluverð umræða hefur verið, undan farin misseri, um að stytta tímabilið sem hátíðin stendur yfir og þjappa dagskránni saman. Næsta Ormsteiti mun bera þess merki, þar sem hátíðin verður styttri og dagskráin þéttari, án þess þó að viðburðir stangist á.
Félagasamtök, fyrirtæki og íbúar sveitarfélagsins taka vonandi vel á móti nýjum framkvæmdastjóra við skipulagningu og undirbúning dagskrár Ormsteitisins. Hægt er að hafa samband við Völu í gegnum netfangið ormsteiti@ormsteiti.is en einnig eru allir hvattir til þess að fylgjast með á Facebook síðunni „Ormsteiti“ og hverfasíðunum á Facebook sem heita „Bláa hverfið“, „Fjólubláa hverfið“, „Gula hverfið“, „Bleika hverfið“, „Appelsínugulir“ og „Græna og rauða hverfið“.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.