Dagana 6. til 24. júní verður börnum á aldrinum 10 til 12 ára boðið að taka þátt í spennandi sumarnámskeiði sem verður á vegum félagsmiðstöðvarinnar Nýungar. Námskeiðið fer fram í Nýung og víðar og er frá 09:00 til 12:30 virka daga.
Aðaláherslur námskeiðsins eru að styrkja félagslega þætti, leiðtogahæfni og samvinnu einstaklinga í gegnum leiki, útivist og hreyfingu.
Tímabil 6. til 16. júní, verð 8.000 krónur.
Tímabil 6. til 24. júní, verð 10.000 krónur.
Stjórnendur námskeiðsins eru Árni Heiðar Pálsson, Reynir Hólm Gunnarsson og Þórdís Kristvinsdóttir.
Skráning og allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Árna Heiðari Pálssyni í gegnum netfangið arnipals@egilsstadir.is og í síma 866-0263.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.