Kynningarfundur um heilbrigðismál

Myndin er tekin úr skýrslunni
Myndin er tekin úr skýrslunni "Heilbrigðisstefna
Stefna fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu til ársins 2030"

Þann 22. ágúst næstkomandi stendur heilbrigðisráðherra fyrir opnum kynningarfundi um heilbrigðisstefnu í heilbrigðisumdæmi Austurlands í samvinnu við HSA. Fundurinn verður haldinn í Valaskjálf á Egilsstöðum og stendur frá klukkan 17 til 19.

Í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu segir m.a.:
Heilbrigðisstefna – stefna fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu til ársins 2030 var samþykkt á Alþingi 3. júní síðastliðinn. Þetta eru mikilvæg tímamót fyrir heilbrigðisþjónustuna í landinu.
Heilbrigðisráðherra hefur lagt áherslu á að kynna heilbrigðisstefnuna í öllum heilbrigðisumdæmum landsins. … Á fundinum verður fjallað um hvað felst í stefnunni, hvaða breytingar hún er líkleg til að hafa í för með sér og hvers vegna hún skiptir svo miklu máli, hvort heldur í þéttbýli eða í dreifðari byggðum landsins.

Dagskrá fundarins:

  •  Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra - Kynning á heilbrigðisstefnu
  •  Guðjón Hauksson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands – Sýn forstjóra
  •  María Heimisdóttir forstjóri SÍ - Áhrif heilbrigðisstefnu á hlutverk og starfsemi SÍ
  •  Pallborð: Auk frummælenda taka þátt í pallborðsumræðum þau Elsa B. Friðfinnsdóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu, Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, og Hildur Þórisdóttir, forseti bæjarstjórnar Seyðisfirði.

Fundarstjóri er Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs

Streymt verður frá fundinum á vef Heilbrigðisstofnunar Austurlands https://www.hsa.is/

Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.