Þann 22. ágúst næstkomandi stendur heilbrigðisráðherra fyrir opnum kynningarfundi um heilbrigðisstefnu í heilbrigðisumdæmi Austurlands í samvinnu við HSA. Fundurinn verður haldinn í Valaskjálf á Egilsstöðum og stendur frá klukkan 17 til 19.
Í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu segir m.a.:
Heilbrigðisstefna – stefna fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu til ársins 2030 var samþykkt á Alþingi 3. júní síðastliðinn. Þetta eru mikilvæg tímamót fyrir heilbrigðisþjónustuna í landinu.
Heilbrigðisráðherra hefur lagt áherslu á að kynna heilbrigðisstefnuna í öllum heilbrigðisumdæmum landsins. … Á fundinum verður fjallað um hvað felst í stefnunni, hvaða breytingar hún er líkleg til að hafa í för með sér og hvers vegna hún skiptir svo miklu máli, hvort heldur í þéttbýli eða í dreifðari byggðum landsins.
Dagskrá fundarins:
Fundarstjóri er Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs
Streymt verður frá fundinum á vef Heilbrigðisstofnunar Austurlands https://www.hsa.is/
Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.