Hálslón komið á yfirfall

Yfirfallið frá virkjuninni myndar foss sem fellur niður í Hafrahvammagljúfur.
Yfirfallið frá virkjuninni myndar foss sem fellur niður í Hafrahvammagljúfur.

Nú er Hálslón orðið fullt og Jökulsá komin á yfirfall. Má því ætla að hún haldi sínum gamalkunna jökullit eitthvað fram eftir hausti, eða þar til innrennsli í lónið nær jafnvægi.

Íbúar og ferðamenn eru beðnir um að hafa þetta í huga á ferðum sínum við Jölulsá á Dal.