Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir heilsu- og hvatningarverkefninu Hjólað í vinnuna um allt land í þrjár vikur ár hvert. Verkefnið hefur staðið yfir frá árinu 2003 og á síðasta ári voru tæplega 400 vinnustaðir skráðir til leiks. Í ár fer Hjólað í vinnuna fram frá 2. – 22. maí, en hægt er að skrá sig fram á síðasta dag.
Meginmarkmið „Hjólað í vinnuna” er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Allir sem nýta eigin orku til að ferðast til og frá vinnu eru gjaldgengir þátttakendur þ.e. hjóla, ganga, hlaupa, nota línuskaut/hjólabretti o.s.frv.
Þeir sem nota almenningssamgöngur geta einnig verið með en þá er skráð sú vegalengd sem gengin/hjóluð er til og frá stoppistöð. Skráningar hafa staðið yfir í 2 vikur en hægt er að skrá sig og sitt lið til leiks fram að lokadegi, 22. maí.
Nánari upplýsingar um verkefnið eru á vefnum https://www.hjoladivinnuna.is/.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.