Fimmtudaginn 26. apríl tekur Kvikmyndaklúbbur Sláturhússins þátt í Kanadíska kvikmyndadeginum. Af tilefninu verður sýnd kanadíska gamanmyndin La grande Séduction að viðstöddum kanadíska sendiherranum á Íslandi, Anne-Tamare Lorre, sem býður upp á léttar veitingar fyrir sýningu og spjall á eftir hana. Húsið opnar klukkan 19:30 en sýning hefst klukkan 20:00. Myndin er sýnd með enskum texta.
La grande séduction fjallar um lítið fiskimannasamfélag á eyjunni St. Marie-La-Mauderne. Samfélagið stendur höllum fæti en vonir glæðast þegar fréttist að utanaðkomandi aðili hyggist reisa verksmiðju á staðnum. Fyrirhuguðum framkvæmdum fylgir þó það skilyrði að læknir setjist að á eynni og starfi þar. Þorpsbúar taka sig saman um að tæla Christopher Lewis lækni til að koma og uppfylla skilyrðið.
Facebook-síða viðburðarins.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.