Nýr heiðarbýlabæklingur gefinn út

Sænautasel var lengst allra býla á Jökuldalsheiðinni í byggð.
Sænautasel var lengst allra býla á Jökuldalsheiðinni í byggð.

Um þessar mundir er verið að gefa út nýjan glæsilegan bækling um heiðarbýlin á Jökuldals- og Vopnafjarðarheiðum. Hann kemur í staðinn fyrir bækling sem gefinn var út upphafalega fyrir um tíu árum. Nýi bæklingurinn er með myndum frá 26 býlum sem voru á heiðunum og er á íslensku og ensku.

Ferðafélag Fljótsdalshérað, sveitarfélagið Fljótsdalshérað og Kaupvangur menningar og fræðasetur Vopnfirðinga sameinuðust fyrir nokkrum árum um að byggja upp menningartengda ferðaþjónustu á Jökuldalsheiðinni og heiðunum þar í kring. Settir voru upp staukar hjá 22 býlum, sem innihalda upplýsingar um býlin, ábúendur og sögur tengdar því, gestabók og stimpil. Árið 2017 var svo 4 býlum á Almenningi í Selárdal, bætt við. Gönguleikur er tengdur verkefninu, sem felst í því að safna 10 stimplum í þar til gerð kort og skila þeim til Ferðafélags Fljótsdalshéraðs eða á Egilsstaðastofu við tjaldstæðið á Egilsstöðum. Dregið er úr kortunum um veglega vinninga í september ár hvert. Kortin fást í Sænautaseli, á Upplýsingamiðstöðvum á Egilsstöðum og Vopnafirði, hjá Egilsstaðastofu og á skrifstofu Ferðafélags Fljótsdalshéraðs, Tjarnarási 8, Egilsstöðum.

Ferðafélag Fljótsdalshérað er útgefandi og ábyrgðaraðili, Hjördís Hilmarsdóttir er umsjónamaður verkefnisins. Hafþór Snjólfur Helgason, landfræðingur og margmiðlunarhönnuður sá um kortagerð og uppsetningu og loks var bæklingurinn prentaður hjá Prentsmiðju Guðjóns Ó. Styrktaraðilar eru Samfélagssjóður Alcoa og Fljótsdalshérað.

Hér er slóð á bæklinginn.