Á fundi bæjarráðs 9. apríl sl. var farið yfir niðurstöður úr skoðanakönnum meðal íbúa þeirra 6 sveitarfélaga sem eru í samstarfi um félagsþjónustu og brunavarnir á Austurlandi, um mögulega sameiningu og/eða aukið samstarf. Fundargerð bæjarráðs var til umfjöllunar á fundi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs miðvikudaginn 18. apríl og eftirfarandi bókun gerð.
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs tekur undir með bæjarráði og fagnar þeim áhuga sem íbúar sveitarfélaganna sýna á mögulegri sameiningu sveitarfélaga á svæðinu og þakkar þeim þátttökuna. Bæjarstjórn hvetur jafnframt fulltrúa viðkomandi sveitarfélaga, í framhaldi af sveitarstjórnarkosningum í vor, til að undirbúa viðræður um mögulega sameiningu þeirra sveitarfélaga þar sem niðurstaða var afgerandi.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.