- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Leiksýningin Yfir landamærin verður sýnd í Sláturhúsinu menningarmiðstöð þriðjudaginn 1. maí klukkan 15:00. Sýningin gerist á lítilli lestarstöð í Englandi árið 1939. Hana, 9 ára gyðingastúlka bíður eftir að vera sótt af nýjum foreldrum og að hefja nýtt líf á nýjum stað í landi þar sem enginn talar málið hennar, þar sem enginn þekkir reynslu hennar. Hvernig tekst hún á við óttann? Hvernig getur hún fundið gleðina á ný? Hvernig kemst hún yfir öll þau landamæri sem framundan eru? Sýningin er á tékknesku en er ætluð áhorfendum, 6 ára og eldri, sem ekki tala eða skilja það mál. Verkið Yfir landamærin er skrifað, leikstýrt og leikið af Michaela Vanova sem er þekkt leikkona í heimalandi sínu Tékklandi. Tónlistin er eftir David Hlavac.
Áður en seinni heimstyrjöldin brast á voru þúsundir barna send frá heimilum sínum, fjölskyldum og vinum í þeirri von að þau fengju skjól fyrir ógnum nasismans. Foreldrar sendu börn sín út í óvissuna sem oft var skárri kostur en sú hætta sem beið þeirra heimavið. Oft vissu börnin ekki hvað væri á seiði, hvers vegna þau þyrftu að fara….en þau fóru, ein, lang yfir landamærin. Fæst þeirra sáu foreldra sína og fjölskyldur aftur.
Sýningin er 30 mínútna löng og að henni aflokinni er boðið upp á spjall.
PLAY Through The Borders /Theatre performance for Young Audience Inspired by stories of Kindertransport
1939, Britain, The Small Train station
Nine years old Jewish girl Hana waits /not knowing/ for her new parents and her new life. How to overcome fear? How to find joy again? How to “break through the borders“? In a country where nobody speaks her language, where nobody understands…
Before World War II, thousands of (mostly) Jewish children left their homes, families & friends to be protected from Nazi oppression. Some of their parents could choose from the lesser of two evils: leave their children but probably save them by sending them far away from home, or endanger them by staying? If parents sent them away, children very often didn’t understand, they just went… alone… far beyond the borders. The vast majority of children never saw their natural parents or families again.
Written, directed & performed by Michaela Vanova
Music by David Hlavac
Running time: 30 min + discussion / aftershow activities
The show is performed in Czech language either for Czech not speaking audience, intentionally.