- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Auglýsing frá yfirkjörstjórn Fljótsdalshéraðs um framboðsfrest og móttöku framboðslista vegna sveitarstjórnarkosninga sem fram fara þann 26. maí 2018.
Framboðsfrestur vegna sveitarstjórnarkosninga í sveitarfélaginu Fljótsdalshéraði, sem fram fara hinn 26. maí 2018, rennur út kl. 12 á hádegi laugardaginn 5. maí 2018. Yfirkjörstjórn mun koma saman til að taka á móti framboðslistum í fundarsal bæjarstjórnar að Lyngási 12, Egilsstöðum milli kl. 10.30 og 12.00 þann dag.
Á hverjum framboðslista skulu vera að minnsta kosti níu nöfn frambjóðenda og að hámarki átján nöfn. Framboðslista skal fylgja skrifleg yfirlýsing, undirrituð eigin hendi, um að þeir sem á listanum eru hafi leyft að setja nöfn sín á listann. Gæta skal þess um öll framboð að tilgreina skýrlega fullt nafn frambjóðanda, kennitölu hans, stöðu og heimili, til þess að enginn vafi leiki á því hver er í kjöri.
Framboðslista skal einnig fylgja skrifleg yfirlýsing, undirrituð eigin hendi, um stuðning kjósenda með kosningarétt í sveitarfélaginu við listann, að lágmarki fjörutíu nöfn og að hámarki áttatíu nöfn. Tilgreina skal fullt nafn, kennitölu og heimilisfang hvers meðmælanda.
Enginn kjósandi getur mælt með fleiri en einum framboðslista. Komi það fyrir verður nafn kjósanda fjarlægt af listanum í báðum/öllum tilvikum.
Um form framboðslista vísast að öðru leyti til VI. kafla laga um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5/1998, með síðari breytingum. Jafnframt er vísað til upplýsinga og leiðbeininga á vef innanríkisráðuneytisins, www.kosning.is
Yfirkjörstjórn Fljótsdalshéraðs 24. apríl 2014
Bjarni G Björgvinsson
Einar Rafn Haraldsson
Þórunn Hálfdánardóttir