Geðræktarfyrirlestur í Ásheimum

Forsíða bókarinnar
Forsíða bókarinnar "Lærdómsvegurinn – við getum öll"

Friðþór Vestmann Ingason heldur fyrirlestur í Ásheimum mann- og geðræktarmiðstöð, Miðvangi 22, fimmtudaginn 3. maí klukkan 20. Hann kynnir þar bók sína Lærdómsvegurinn og segir sögu sína og fjölskyldunnar, eftir að hann greindist með geðsjúkdóm og var lagður inn á geðdeild.

Bókin "Lærdómsvegurinn – við getum öll" er bók, þar sem fjallað er um geðsjúkdóminn, þunglyndi, geðhvarfasýki, greiningarferlið, sálarkvalirnar og allt það sem fylgir að lifa með slíkan sjúkdóm.

Frítt er inn á fyrirlesturinn sem Austurlandsdeild Rauða Krossins styrkir en hægt er að kaupa bókina á staðnum.