Miðvikudaginn 14. júní var tekin í notkun lyfta sem mun stórbæta aðgengi fatlaðra að sundlaug, vaðlaug og heitum potti við Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum. Lyftan er gjöf frá Soroptimistaklúbbi Austurlands.
Við athöfnina fór Þorbjörg Gunnarsdóttir, formaður klúbbsins, yfir tilurð þeirrar ákvörðunar að Soroptimistaklúbburinn gæfi íþróttamiðstöðinni lyftuna. Verkefnið á sér fimm ára aðdraganda en fjármunirnir sem notaðir voru til kaupa á lyftunni eru fyrst og fremst komnir til vegna sölu á kærleikskúlunni. Þorbjörg þakkaði einnig þeim fjölmörgu sem komið hafa að uppsetningu lyftunnar.
Björn Ingimarsson bæjarstjóri tók síðan formlega við lyftunni fyrir hönd sveitarfélagsins og þakkaði Soroptimstaklúbbnum kærlega fyrir þeirra mikilvæga framlag til samfélagsins. Þá sagði Guðni Sigmundsson, stjórnarmaður í Sjálfsbjörg landssambandi hreyfihamlaðra, nokkur orð og hrósaði framtakinu.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.