Fljótsdalshérað vinnur nú að gerð húsaskrár yfir elstu byggingar í sveitarfélaginu og snýr fyrsti áfangi verkefnisins að skráningu elstu húsa í Egilsstaðabæ. Verkefnið er unnið í samstarfi við Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands á Austurlandi og í samráði við Minjastofnun Íslands sem einnig veitti styrk til verkefnisins.
Skráning mannvirkja í eldri byggð rétt eins og fornleifaskráning er hluti þeirra verkefna sem lög segja fyrir um að sveitarfélög skuli sinna á sínu svæði, bæði í tengslum við skipulagsgerð og verndaráætlanir.
Verkefnið verður nánar auglýst og kynnt síðar en allir sem eru áhugasamir um sögu elstu bygginga í bænum og íbúa þeirra eða eiga í fórum sínum heimildir á borð við ljósmyndir eða skjöl sem snerta fyrstu ár byggðar í Egilsstaðakauptúni eru hvattir til að hafa samband við Unni B. Karlsdóttur sagnfræðing í síma 891 9979 eða á netfangið unnurk@hi.is
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.