Alyona Perepelytsia danskennari verður með kynningu á dansnámskeiði fyrir unglinga og fullorðna í Sláturhúsinu menningarsetri föstudaginn 28. október kl. 17.00. Fyrirhugað er að Alyona bjóði upp á dansnámskeið sem hefjast 2. nóvember og standi fram að jólum.
Um er að ræða þrjá aldurshópa,, þ.e. 12 til 15 ára og 16 til 21 árs þar sem unnið verður með ólíkar stefnur s.s. jass, hip-hop, samtímadans, nútímadans, ballet, salsa og tango.
Einnig verður boðið upp á samkvæmisdansnámskeið fyrir konur og karla á öllum aldri, með mikla eða enga reynslu. Kenndur verður nýr dans í hverjum tíma, vals, tango, salsa, kántrý, rokk og ról, boogie woogie og diskó. Hægt er á skrá sig og fá frekari upplýsingar á netfangið vneslov@gmail.com
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.