„Fjölmenning eða fordómar?“ í Egilsstaðaskóla

Rauði krossinn, foreldrafélag Egilsstaðaskóla og Egilsstaðaskóli bjóða foreldrum skólabarna á fyrirlesturinn „Fjölmenning eða fordómar?“
í Egilsstaðaskóla miðvikudaginn 26.október 2016 kl. 17:30.

Fyrirlesturinn er léttur og skemmtilegur þó efnið sé alvarlegt. Búist er við fjörugum skoðanaskiptum sem veita okkur vonandi dýpri skilning á því samfélagi fjölbreytileikans sem við búum í - bæði áskorunum og kostum þess.

Rauði krossinn hefur látið gera nokkur myndbönd í tengslum við verkefnið Vertu næs. Hér má sjá eitt þeirra.