Fréttir

17 tillögur að nöfnum til umsagnar Örnefnanefndar

Nafnanefnd hefur óskað eftir umsögn Örnefnanefndar um 17 hugmyndir að nöfnum á nýja sveitarfélaginu. Heitin nota tiltekna forliði og eftirliði. • Óskað er umsagnar um forliðina Austur-, Eystri-, Eystra-, Dreka-, og Múla-. • Óskað er umsagnar um eftirliðina -byggð, -byggðir, -þing, og -þinghá. • Þá er óskað umsagnar um heitið Sveitarfélagið Austri.
Lesa

Nóri tekinn í notkun hjá Fljótsdalshéraði

Fljótsdalshérað hefur tekið í notkun skráningarkerfið Nóra og verður það notað til að halda utan um úthlutun tómstundaframlags sveitarfélagsins. Fljótsdalshérað has started using the Nóri registration system and it will be used to manage the contribution to children‘s leisure activities in the municipality.
Lesa

62 tillögur um nafn á nýja sveitarfélagið

Nafnanefnd auglýsti eftir hugmyndum að nýju nafni á sameinað sveitarfélag. Frestur til að skila tillögum var til 7. febrúar. Alls bárust 112 tillögur með 62 hugmyndum að nöfnum á nýtt sveitarfélag.
Lesa

Milljarður rís 2020 - frestað til mánudags

Dansbyltingin Milljarður rís fer fram í Menntaskólanum á Egilsstöðum þann 17. febrúar klukkan 12:15-13:00. Þetta er í áttunda sinn sem viðburðurinn er haldinn hér á landi og fólk á öllum aldri kemur saman og dansar fyrir heimi þar sem allir, óháð kyni og kynhneigð, njóta sömu tækifæra án ótta við ofbeldi.
Lesa

Samvinna eftir skilnað - tilraunaverkefni

Þann 10. febrúar 2020 skrifuðu Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, undir samning þess efnis að Fljótsdalshérað verði tilraunasveitarfélag varðandi innleiðingu á SES - Samvinna eftir skilnað.
Lesa

Skipulagsbreytingar á Fljótsdalshéraði, deiliskipulag flugvallar

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 5. febrúar 2020 að auglýsa að nýju tillögu að breytingu á deiliskipulagi flugvallar á Egilsstöðum, skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagið hefur áður fengið málsmeðferð skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og munu allar þær athugasemdir sem áður hafa borist, verða teknar til athugunar og þeim svarað sem um nýjar athugasemdir sé að ræða.
Lesa

Samfélagssmiðjan í febrúar

Viðtalstímar kjörinna fulltrúa og starfsfólks stjórnsýslu Fljótsdalshéraðs í Samfélagssmiðjunni að Miðvangi 31 (þar sem Fóðurblandan var), verða í febrúar með eftirfarandi hætti, á fimmtudögum, milli klukkan 14 og 18. Samfélagssmiðjunni er ætlað að vera vettvangur íbúa sveitarfélagsins til að koma sínum hugmyndum og athugasemdum á framfæri. Þar verða starfsfólk og kjörnir fulltrúar til skrafs og ráðagerða, alltaf með heitt á könnunni.
Lesa

Bæjarstjórnarfundur 5. febrúar

307. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar miðvikudaginn 5. febrúar 2020 og hefst hann klukkan 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa