Nafnanefnd auglýsti eftir hugmyndum að nýju nafni á sameinað sveitarfélag. Frestur til að skila tillögum var til 7. febrúar. Alls bárust 112 tillögur með 62 hugmyndum að nöfnum á nýtt sveitarfélag. Hugmyndirnar eru fjölbreyttar og skemmtilegar. Sumar þeirra samræmast ekki íslenskri málhefð og málvenju, en eru skemmtilegt innlegg í umræðuna.
Nafnanefnd fundaði 10. febrúar og fór yfir hugmyndirnar. Hún hittist aftur 14. febrúar og tekur þá ákvörðun um hvaða tillögur fara til umsagnar Örnefnanefndar, sem hefur allt að þrjár vikur til að veita umsagnir. Að umsagnarfresti Örnefnanefndar liðnum kemur nafnanefndin saman að nýju og gerir tillögu til Undirbúningsstjórnar um hvaða nöfn verða lögð fyrir kjósendur í atkvæðagreiðslu 18. apríl. Kosningin er ekki bindandi.
Ný sveitarstjórn ákveður heitið að afloknum kosningum. Hugmyndirnar eru eftirfarandi.
Fjallað er um heiti sveitarfélaga í 5. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 en greinin er svohljóðandi:
5. gr. Heiti sveitarfélags.
Sveitarstjórn ákveður heiti sveitarfélags að fenginni umsögn örnefnanefndar. Skal það samrýmast íslenskri málfræði og málvenju. Ef könnun er gerð meðal íbúa á viðhorfi til breytingar á nafni sveitarfélags eða á nafni nýs sveitarfélags skal leita umsagnar örnefnanefndar um þau nöfn sem um ræðir.
Ekki má breyta nafni sveitarfélags eða gefa nýju sveitarfélagi nafn nema með staðfestingu ráðuneytisins. Þegar nýtt heiti sveitarfélags hefur verið ákveðið skal samþykkt um stjórn sveitarfélagsins, sbr. 9. gr., breytt til samræmis og tekur nýtt heiti gildi við gildistöku hennar.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.