Þann 10. febrúar 2020 skrifuðu Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, undir samning þess efnis að Fljótsdalshérað verði tilraunasveitarfélag varðandi innleiðingu á SES - Samvinna eftir skilnað.
SES er fengið frá Danmörku og byggir á rannsóknum sérfræðinga við Háskólann í Kaupmannahöfn um það hvernig best verði staðið að stuðning við fjölskyldur í skilnaði, svo fyrirbyggja megi vanlíðan, erfið samskipti og ágreining.
Félagsþjónusta Fljótsdalshérað mun bjóða upp á ráðgjöf og stuðning við foreldra í skilnaðarferlinu og því geta foreldrar sem eru að skilja eða hafa skilið og vilja þiggja stuðning og ráðgjöf sett sig í samband við félagsþjónustuna sem þjónar auk Fljótsdalshéraði, Vopnafirði, Borgarfirði eystri, Seyðisfirði, Fljótsdalshreppi og og Djúpavogshreppi.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.