Samvinna eftir skilnað - tilraunaverkefni

Á myndinni eru Ásmundur Einar Daðason ráðherra, Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, Gyð…
Á myndinni eru Ásmundur Einar Daðason ráðherra, Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, Gyða Hjartardóttir, verkefnastjóri ráðuneytisins, Anna Alexandersdóttir, formaður Félagsmálanefndar Fljótsdalshéraðs, og Júlía Sæmundsdóttir, félagsmálastjóri Fljótsdalshéraðs.

Þann 10. febrúar 2020 skrifuðu Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, undir samning þess efnis að Fljótsdalshérað verði tilraunasveitarfélag varðandi innleiðingu á SES - Samvinna eftir skilnað.

SES er fengið frá Danmörku og byggir á rannsóknum sérfræðinga við Háskólann í Kaupmannahöfn um það hvernig best verði staðið að stuðning við fjölskyldur í skilnaði, svo fyrirbyggja megi vanlíðan, erfið samskipti og ágreining.

Félagsþjónusta Fljótsdalshérað mun bjóða upp á ráðgjöf og stuðning við foreldra í skilnaðarferlinu og því geta foreldrar sem eru að skilja eða hafa skilið og vilja þiggja stuðning og ráðgjöf sett sig í samband við félagsþjónustuna sem þjónar auk Fljótsdalshéraði, Vopnafirði, Borgarfirði eystri, Seyðisfirði, Fljótsdalshreppi og og Djúpavogshreppi.