Ný sýning í Sláturhúsinu á laugardag

Myndin af lóminum að mata unga sinn er ein af myndum sýningarinnar. Ljósmyndari er Sindri Skúlason.
Myndin af lóminum að mata unga sinn er ein af myndum sýningarinnar. Ljósmyndari er Sindri Skúlason.

Margmiðlunarsýningin „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“ er samsýning Landverndar og Ólafs Sveinssonar í samstarfi við NAUST - Náttúruverndarsamtök Austurlands og Sláturhúsið.

Sýningin verður formlega opnuð laugardaginn 3. október klukkan 17:00 og verður opin til 20:00.

Eftir það verður hún opin alla virka daga frá 10:00 til 17:00 og lýkur 25. október.

Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.