Sunnefa, sönn saga? - sýnd í Sláturhúsinu

Laugardaginn 19. september frumsýnir leikhópurinn Svipir leikverkið Sunnefa, sönn saga? í Sláturhúsinu. Sýningin er samstarfsverkefni leikhópsins Svipir og MMF. Höfundur handrits í samstarfi við leikhópinn er Árni Friðriksson, Þór Tulinius leikstýrir og Egill Ingibergsson hannar leikmynd og lýsingu. Leikkonur eru þær Tinna Sverrisdóttir og Margrét Kristín Sigurðardóttir.

SUNNEFA – KVENSKÖRUNGUR, FÓRNARLAMB EÐA TÆFA? Sunnefa Jónsdóttir er tvívegis dæmd til drekkingar snemma á átjándu öld. Hún var sögð hafa eignast börn með yngri bróður sínum fyrst þegar hún var sextán ára og svo þegar hún var átján. Á Þingvöllum 1743 neitar hún sök og segir að faðir seinna barnsins sé enginn annar en sýslumaðurinn sem dæmdi hana. Hvernig dirfðist fátæk alþýðustúlka að rísa upp gegn yfirvaldinu? Hvað veitti henni slíkan kjark? Leikhópurinn Svipir setur upp kvennatvíleik þar sem leikkonurnar tvær kafa ofan í magnaða sögu Sunnefu. Þær sanka að sér heimildum, rannsaka og reyna að átta sig á hver þessi unga kona var sem lifði svo myrka tíma. Hvert var raunverulegt faðerni barna hennar? Hvað var í húfi þegar hulunni var svipt af sannleikanum? Hverjar voru þessar „ólánskonur“ sem létu lífið í drekkingarhyljum landsins og það oft fyrir litlar sakir? Leikkonurnar raða brotunum saman, kafa dýpra, setja sig í spor Sunnefu og smám saman lifnar saga hennar á sviðinu.

Sýningartímar:
Sunnudagur 20. september klukkan 20:00
Þriðjudagur 22. september - UPPSELT
Miðvikudagur 23. september - UPPSELT
Fimmtudagur 24. september - UPPSELT
Föstudagur 25. september klukkan 20:00
Laugardagur 26. september klukkan 20:00

Miðapantanir í síma 897 9479 á milli kl. 13-16
Miðaverð er 4000 krónur