Héraðsgarpar - nýtt námskeið á Egilsstöðum

Héraðsgarpar er námskeið fyrir þá sem vilja fjölbreytta og markvissa hreyfingu. :ap hefst 5. október og verður til til 10. desember og er fyrir alla þá sem eiga kort í Héraðsþreki.. Hentar bæði þeim sem vilja viðhalda því sem þeir hafa byggt upp ásamt þeim sem vilja koma sér af stað og langar til að styrkja vöðva og auka þol með lyftingum, sundi og reglulegri útiveru.

Kennarar:
Fjóla M. Hrafnkelsdóttir – ÍAK einkaþjálfari
Svanhvít Dögg Antonsdóttir Michaelsen (Dandý) – Ironmankeppandi og þríþrautakona
Þórdís Kristvinsdóttir – Fjallaleiðsögumaður og útivistarleiðbeinandi

Tímasetning er eftirfarandi:
Mánudagar kl. 17:10 – Sund í íþróttamiðstöðinni. Í upphafi farið yfir skriðsundstækni, þá er lagt fyrir sundprógram sem henta ætti öllum.
Þriðjudagar kl. 17:10 – Skráning og ganga við íþróttamiðstöð. Þórdís leiðir göngu.
Fimmtudagar kl. 18:10 – Þol og styrkur að hætti Fjólu. Æfingar byggðar á æfingum með lóð, eigin líkama og svo styttri þol æfingum á milli (Interval æfingakerfi). Allir tímar enda á góðum teygjum og slökun.

Á tímabilinu bjóða þær stöllur einnig upp á eftirfarandi sem auglýst verður í hvert skipti:

  •  Leiðsögn í tækjasal með Fjólu ásamt byrjunarprógrammi fyrir þá sem vilja. Einnig getur fólk komið með sínar eigin æfingaáætlanir og leiðbeint samkvæmt þeim.
  •  Útiskokk og/eða úti hjól með Dandý í allt að 5 skipti á tímabilinu.
  •  Lengri gönguferð með Þórdísi í allt að 3 skipti. Um er að ræða göngur í allt að 2-3 klst.

Það er val um hvað hver nýtir sér í námskeiðinu þannig að ef einhver kýs ekki að fara í sund, fara í þrek eða taka göngu að þá getur viðkomandi nýtt sér annað á móti.
Kennarar ætla einnig að reyna að búa til góðan hópanda með einhverjum skemmtilegum uppákomum á tímabilinu.

Nánari upplýsingar gefur Fjóla á netfanginu fjolamagga@hotmail.com.