Kvikmyndað dansverk, Albertina, verður sýnt í frystiklefanum á fimmtudaginn klukkan 18:00. Allir eu velkomnir á sýninguna.
Um þessar mundir dvelur Milos Sofrenovic dansari og danshöfundur í Kaffistofunni, listamannaíbúð Sláturhússins.
Milos býr í Austurríki en kemur upprunalega frá Serbíu, hann starfar sem danslistamaður og kennir um allan heim. Hann hefur áður dvalið í kaffistofunni, en þá kenndi hann bæði á Egilsstöðum og við Lunga skólann á Seyðisfirði, einnig þá sýndi hann dansverk í Frystiklefanum.
Koma Milos að þessu sinni er samstarf Lunga skólans á Seyðisfirði og Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs, en hann kenndi námskeið við skólann nú nýverið.
Auk þess að vinna að nýjum verkum og sýna kvikmyndina Albertina, heldur Milos einnig námskeið fyrir nemendur Menntaskólans á Egilsstöðum, en koma Milos er liður í verkefni Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs sem felst í því að bjóða sviðslistafólki innlendu og erlendu að koma og vinna að verkum sínum hér á Austurlandi. Markmið þessa verkefnis er að efla faglegt umhverfi sviðslista hér á svæðinu með samvinnu heimamanna og þeirra listamanna sem hingað koma.
Þá má minna á að sumarsýningu Sláturhússins, menningarseturs er að ljúka. Síðasti sýningardagur er á fimmtudaginn, 30. september. Sýningin er þrískipt, einn hluti hennar er sýning um Jón í Möðrudal á Fjöllum og verk hans, annar hlutinn er sýning á völdum listaverkum úr eigu Fljótsdalshéraðs, m.a. eftir Jóhannes Kjarval, Sigurð Guðmundsson og Lóu og þriðji hlutinn, sem er á neðri hæð Sláturhússins og þar eru sýnd verk eftir félaga í Myndlistarfélagi Fljótsdalshéraðs.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.