Rafbíll í matarflutningum á Héraði

Nýr rafbíll verður notaður til að flytja mat í leik- og grunnskóla á Héraði
Nýr rafbíll verður notaður til að flytja mat í leik- og grunnskóla á Héraði

Fyrirtækið Sæti ehf, sem sér akstur almenningssamgangna á Fljótsdalshéraði, ásamt því að að aka með mat í leikskóla og grunnskóla fyrir sveitarfélagið, hefur keypt lítinn rafbíl til að sjá um þessa matarflutninga.

Hlynur Bragason, eigandi fyrirtækisins, segir kostirnir við bílinn séu ekki bara þeir að hann mengi minna. Hann sé líka afskaplega ódýr í rekstri.