Kynningarfundur: Hagir og líðan ungs fólks á Fljótsdalshéraði

Egilsstaðaskóli
Egilsstaðaskóli

Fimmtudaginn 29.september, klukkan 17:30,  verður haldin kynning í Egilsstaðaskóla frá rannsóknarmiðstöðinni Rannsóknir og greining. Kynntar verða niðurstöður úr rannsókninni Hagir og líðan ungs fólks og er sérstaklega ætluð fagfólki og foreldrum barna í 5. – 10. bekk.

Megin viðfangsefni kynningarinnar er lýðheilsa ungs fólks á Fljótsdalshéraði 2016. Kynntar verða niðurstöður úr nýjustu rannsókninni um Hagir og líðan ungs fólks sem gerð var á meðal nemenda í 5. – 7. bekk annars vegar og 8. – 10. bekk hins vegar. 

Þar verður fjallað um áhrifaþætti líðanar, stöðu og þróun í vímuefnaneyslu og rætt þá þætti sem hafa áhrif þar á. Sérstaklega verður farið í umræður um vaxandi kvíða- og þunglyndiseinkenni hjá ungu fólki. Einnig verður sagt frá rannsókn sem lítur að því að bæta líðan ungs fólks.

Frekari upplýsingar veitir Adda Steina Haraldsdóttir, tómstunda- og forvarnarfulltrúi, addasteina@egilsstadir.is.