Grýla og hyski hennar í Sláturhúsinu

Grýla og hyski hennar heiðra okkur með nærveru sinni restina af desember í stóra glugganum í Sláturhúsinu menningarsetri á Egilsstöðum. Ekki eru allir jólasveinar með í för enda uppteknir mjög en Leiðindaskjóða er með og líka hann Rauðhöfði! Hver er nú það annars?

Heimsóknin er í boði Höfuðborgarstofu í samstarfi við Þjónustusamfélagið og Sláturhúsið.

Verkefnið er hönnun HAF by Hafsteinn Júlíusson og myndskreytingarnar eru eftir Gunnar Karlsson.