Fréttir

Gjaldskrárbreyting í Íþróttamiðstöð

Á fundi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs þann 5. desember 2018 var staðfest tillaga íþrótta- og tómstundanefndar um hækkun gjaldskrár Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum.
Lesa

Bæjarstjórnarbekkurinn 2018

Minnum íbúa Fljótsdalshéraðs á bæjarstjórnarbekkinn, sem líkt og undanfarin ár verður settur upp á Jólakettinum 2018 (Barra- markaðinum), en hann verður haldinn laugardaginn 15. desember að Valgerðarstöðum frá klukkan 10:00 til 16:00.
Lesa

Sameiningarviðræður: Samið við ráðgjafarfyrirtæki

Á fundi samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaganna Borgafjarðar eystri, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar, sem haldinn var þriðjudaginn 4. desember 2018, var samþykkt samhljóða að ganga til samninga við RR ráðgjöf varðandi verkefnastjórn og vinnu við stöðumat og framtíðarsýn.
Lesa

Dagskrá bæjarstjórnarfundar á miðvikudag

286. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar miðvikudaginn 5. desember 2018 og hefst hann klukkan 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa

Nýtt jólanámsefni í Minjasafninu

Námsefni Minjasafns Austurlands hefur verið í vinnslu og þróun um nokkurt skeið í samstarfi við Unni Maríu Sólmundsdóttir sem á og rekur námsefnisgagnabankann Kennarinn.is. Um er að ræða 10 námsefnispakka, einn fyrir hvern bekk grunnskólans. Fjallað er um mismunandi efni í hverjum pakka en allir tengjast þeir safnkosti Minjasafnsins eða sögu Austurlands.
Lesa

Stefnumótunarfundur um Selskóg

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur ákveðið að halda stefnumótunarfund varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir Selskóg þann 11. desember nk. Til fundarins er boðið öllum þeim sem hafa áhuga á Selskógi.
Lesa