Stefnumótunarfundur um Selskóg

Fjallað verður um framtíðaráform á nýtingu skógarins á fundi þann 11. desember.
Fjallað verður um framtíðaráform á nýtingu skógarins á fundi þann 11. desember.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur ákveðið að halda stefnumótunarfund varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir Selskóg þann 11. desember nk.

Til fundarins er boðið öllum þeim sem hafa áhuga á Selskógi.
Viðfangsefni fundarins verður að fjalla um framtíðaráform á nýtingu skógarins, setningu markmiða og stefnu varðandi breytingu á deiliskipulagi.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hvetur alla sem áhuga hafa á Selskógi og skipulagsmálum að taka þriðjudaginn 11. desember frá.
Fundurinn hefst klukkan  17:00 og lýkur klukkan 18:30.

Nánari upplýsingar um fundinn munu berast síðar en óskað er eftir því að þátttakendur skrái sig á netfanginu teiknistofan@aks.is eigi síðar en 7. desember.